Hugtakið kynþáttur er vísindalega gagnslaust segja fræðimennirnir Steven Rose og Hilary Rose í Guardian í morgun. Liturinn á hörundinu er aðeins lítið brot af eiginleikum mannsins. Genamunur innan kynþátta er 85%, en ekki nema 5-10% milli kynþátta. Munur er á genum fólks í Norður- og Suður-Wales og milli Baksa og Kastilíumanna á Spáni. Allir teljast þó vera hvítir. Genarannsóknir eru gagnlegar, til dæmis af því að sjúkdómar fylgja genum. Sá munur er allt annar en áður var notaður, þegar menn töluðu af vestrænu yfirlæti um kynþætti, hvíta, svarta, gula.