Kvótagreifar eru sníkjudýr

Punktar

Í blöðruhagkerfi Davíðs Oddssonar skuldsettu kvótagreifar sig upp á 560 milljarða króna. Sumpart til fjárfestinga utan sjávarútvegs og sumpart til að fela í útlöndum. Aðeins 80 milljarða fjárfestu þeir í sjávarútvegi á sama tíma. Þetta sýnir lítið samhengi milli skuldsetningar og eignamyndunar í sjávarútvegi. Kvótagreifar voru ekki og eru ekki hluti af sjávarútvegi. Þeir eru einfaldlega ekkert annað en sníkjudýr. Blóðsugur, sem sjúga nánast allan arðinn af auðlind þjóðarinnar. Reka Morgunblaðið og tvo stjórnmálaflokka til að varðveita þýfið. Við sjáum ofsann af átökum síðustu mánaða um kvótann.