Sigurður Guðmundsson landlæknir kvartar yfir Gylfa Magnússyni dósent. Hann hafi hrætt fólk með því að segja bankana vera gjaldþrota í raun. Fólk má ekki fá að vita um stöðu mála, því að það gæti valdið því kvíða. Þetta er ábyrgðarlaus kvörtun læknisins. Ef bankarnir eru nánast gjaldþrota, þarf fólk að vita það. Annars getur það tekið rangar ákvarðanir um fjármál sín. Málið snýst ekki um sálrænt áfall, heldur getu fólks til að lifa af. Ljótt og sjúkt er að telja upplýsingar eiga að vera þrep í bralli stjórnvalda. Landlæknir getur ekki tekið ábyrgð á slíku. Sálgæzla hans er út í hött.