Kusu íslamskt einræði

Punktar

Með naumum meirihluta ákváðu Tyrkir í gær að sigla í átt til miðalda undir stjórn einræðisherra. Samþykktu harðari íslamisma í stað lýðræðis, sem hefur ríkt þar í landi frá valdatöku Mustafa Kemal Tyrkjaföður. Tyrkir hafa á einu ári snúið sér frá Evrópu og Evrópusambandinu og tekið upp harðstjórn. Stjórnarandstæðingar, blaðamenn, herforingjar og fleiri sitja í fangelsum tugþúsundum saman. Recep Erdoğan forseti hefur þar á ofan höfðað meiðyrðamál gegn þúsundum einstaklinga. Svartir efnahagstímar eru framundan í Tyrklandi og ferðaþjónusta í rúst. Istanbul hættir að vera fjölþjóðlegur Mikligarður og Tyrkjakonur verða annars flokks.