Á laugardaginn kemur reiða fólkið á kjörstað til að sýna fingurinn. Til að sýna ríkisstjórninni fingurinn. Til að sýna Bretlandi og Hollandi fingurinn. Til að sýna nýlenduherrum og kolanámueigendum fingurinn. Til að sýna pólitík fingurinn. Til að sýna alþjóða auðmagni fingurinn. Til að sýna penningabófum fingurinn. Til að sýna Evrópusambandinu fingurinn. Og svo framvegis. Einmitt það eitt, sem stór minnihluti þjóðarinnar kann. Tekur ekki ábyrgð á löglega kjörnum fulltrúum, löglega kjörnum Davíð og Geir. Vill áfram reyna ýmis lögfræði-trikk og lagatæknilegar sjónhverfingar til að fresta framtíðinni.