Krónan varin gegn hruni

Punktar

Fyrsta gjaldeyrisuppboð Seðlabankans sýnir mikinn þrýsting frá krónum yfir í alvöru-peninga. Menn vilja borga fjórðungi og jafnvel helmingi meira fyrir gjaldeyri til að losna við krónur. Krónugengi Seðlabankans er of hátt og endurspeglar óttann við verðbólgu og vaxtahækkanir. Þetta er ástæða haftanna á gjaldeyri. Ef þau hyrfu, mundi krónan hrynja í annað sinn. Markaðurinn spyr ekki um réttlæti, hann vill bara ekki sjá krónur. Mesta böl Íslands um þessar mundir er að reyna að endurreisa hagkerfið með matador-peningunum. Framhaldslíf dauðrar krónu mun framlengja gjaldeyrishöftin út þennan áratug.