Krónan stýrir þjóðinni

Punktar

Varla er hægt að segja að við höfum gjaldmiðil. Lifum á utanríkisviðskiptum, sem öll eru í erlendri mynt. Krónan er bara notuð innanlands. Hún fellur, er illa gengur í utanríkisviðskiptum. Rís, er vel gengur eins og núna. Sveifla krónunnar kemur í stað stjórnar ríkisvaldsins á efnahagsmálum. Öllum vanda er ýtt beint á herðar launþega. Þeir fá billegri krónur í kaup og sætta sig við sinn hlut. Svona gerast ekki kaupin á eyrinni í alvöruríkjum á borð við Írland. Þar er engin króna til að kasta byrðum á launþega. Þar verða menn að hunzkast við að reyna að stjórna. Það er von, að launþegar elski krónuna!