Krónan fín fyrir hagfræðinga

Punktar

Sumir hagfræðingar segja fínt að hafa krónu í kreppu. Þeir eiga við, að þá má dengja vandanum á herðar almennings. Hér á landi hafa laun manna minnkað um helming í evrum talið, svo og eignir manna. Þetta er fyrir utan annað tjón af völdum kreppunnar, svo sem atvinnuleysi og skuldafjöll. Evra er á Írlandi og því var þar ekki hægt að skella vandanum þannig á fólkið. Ef við notuðum evru, gæti almenningur varizt þessu tekju- og eignatjóni. Þetta er sannleikurinn bak við þá fullyrðingu, að krónan geri hagkerfið sveigjanlegra en hjá hagkerfum með evru. Fínt fyrir hagfræðinga, en ekki fyrir okkur hin.