Krónan er hreint eitur

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn reyna að bjarga krónunni, ekki efnahagslífinu. Með 18% stýrivöxtum lappa þau upp á krónuna og fleyta henni út af strandstað. Hækkunin á að hindra, að hún sökkvi þá aftur. Sjóðurinn reyndi þetta sama í Suður-Kóreu árið 1997. Það mistókst svo herfilega, að sjóðurinn varð að biðjast afsökunar. Hefur samt ekki lært neitt, enda stýrt af trúarofstæki. Hér verða mistökin verri. Hærri vextir rota atvinnulífið. Í stað þess að hindra gjaldþrot atvinnulífsins eyða stjórnvöld tíma í að reyna að hindra gjaldþrot krónunnar. Krónan er hreint eitur. Inn með evru.