Krónan er dauð – lifi evran

Punktar

Íslendingar lifa í tilbúnum heimi matador-peninga. Einhvern tíma verður að gefa gengið frjálst eins og í öðrum vestrænum löndum. Þá kemur í ljós, að krónan er verðlaus. Stærsta verkefni okkar er að taka upp evru. En þjóðin vill ekki horfast í augu við það, ekki frekar en í augu við aðild að Evrópu. Því veldur heimska vor. Verkefnið er hrikalegt, því að skattgreiðendur taka ekki meira á sig. Seðlabankinn á of lítið af gjaldeyri. Því verður að fara þýzku leiðina frá 1923, 1948 og 1990. Skipta ber smáfé á 200 kr = 1 evra, stórum upphæðum á 2.000 kr = 1 evra og ofurfjárhæðum á 20.000 kr = 1 evra.