Kristinn er meinið

Punktar

Hjálmar Árnason er risinn úr rekkju með sérstæðar skoðanir. Þingmaðurinn telur ófarir Framsóknar í skoðanakönnunum vera Kristni H. Gunnarssyni kollega að kenna. Er þó Kristinn ekki í borgarstjórn í Reykjavík né í öðrum sveitarfélögum, þar sem fylgið hefur hrunið. Hjálmar telur, að mál stæðu skár, ef allir Framsóknarmenn töluðu einum rómi. Líklegra er þó, að margt sé að í stjórn Framsóknar á landi og borg, sem geri flokkinn svona óvinsælan. Til dæmis þykist Framsókn nú síðast koma nýfædd af fjöllum, þegar mál borgarinnar eru á borðinu.