Menn deila í alvöru um, hvort kreppa sé á Íslandi, þegar gjaldmiðillinn hefur fallið um þriðjung. Auðvitað er það kreppa, ekki bara samdráttur. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru í afneitun, enda eru þær pólitískar stofnanir. Talsmenn glæpabanka eru líka í afneitun, því að þeir vita upp á sig skömmina. Vandræði kreppunnar eru ekki komin að fullu niður á fólki. Nema þeim, sem létu glæpabanka ginna sig til að taka húsnæðislán og bílalán í evrum eða erlendum myntkörfum. Hinir munu finna fyrir kreppunni á næstu vikum, þegar neyzluvörur halda áfram að hækka í verði. Kreppan er á fullu.
