Kratisminn liggur á lausu

Punktar

Stjórnarandstaðan er veik. Eðlilegt er, að Framsókn sé veik. Ríkisstjórnin hefur nánast sömu stefnu og Framsókn hafði í ríkisstjórn fyrir kosningar. Málefnalega ætti hún tæpast að vera í stjórnarandstöðu. Hún ætti að veita stjórninni hlutleysi. Flóknara er dæmi Vinstri grænna. Þótt Steingrímur pressi vel, er hann búinn að vera í starfi eins lengi og elztu menn muna. Allir flokkar þurfa mannaskipti stundum. Svo eru málefnin oft í veikasta kanti, leifar Alþýðubandalagsins. Betri eru gömul mál kratanna, sem nú eru á lausu, síðan Samfylkingin varð hægri sinnaður frjálshyggju-trúarflokkur.