Dálkahöfundar í Bretlandi spara ekki stóru orðin í lýsingum sínum á Tony Blair forsætisráðherra. Will Hutton segir í Observer, að Blair muni aldrei ná sér eftir stuðninginn við ofstækisfulla hægrisinna í Bandaríkjunum. Hann hafi misskilið eðli grimmdarstefnunnar, sem tekið hafi völdin vestan hafs og sé ógnun við allan heiminn. Hann sé krati, kominn í sæng með ofsatrúarmönnum, sem séu hatursmenn ríkisvalds, launþega, velferðar og svertingja í landi vaxandi stéttaskiptingar.