Kraftaverkið

Punktar

Meðan fótbolti sundrar þjóðum Evrópu samþykktu landsfeður 25 ríkja í Evrópu stjórnarskrá álfunnar í tæplega 350 greinum. Meðan fótboltabullur með málaða þjóðfánaliti í andlitinu drekktu þjóðsöngvum keppninauta í bauli, ákváðu landsfeður evrópskan forseta, utanríkisráðherra og ríkissaksóknara. … Meðan enskir drykkjusjúklingar urðu sér eins og venjulega til skammar á götum í Portúgal leystu landsfeðurnir erfiða hnúta og höfnuðu kröfu páfans um að geta kristinnar trúar í stjórnarskránni. Síðast en ekki sízt afgreiddu þeir vægi atkvæða milli ríkja og fólksfjölda í evrópskum kosningum. …