Kraftaverkamenn flokksformanna

Punktar

Hjá formönnum Framsóknar hefur lengi verið til siðs að hafa skuggalega náunga sér til halds og tausts. Ólafur Jóhannesson hafði kraftaverkamanninn Kristin Finnbogason. Halldór Ásgrímsson treysti Finni Ingólfssyni bezt allra manna. Og nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekið trú á nýjan snilling í fjármálabraski. Það er Magnús Árni Skúlason. Sigmundur vildi koma honum inn á þing, en það tókst ekki. Því næst kom Sigmundur honum í Seðlabankaráð. Í kjölfarið reyndi téður Magnús bankaráðsmaður að komast í gjaldeyrisbrask. Á endanum varð hann að segja af sér. Vægi kraftaverkamanna hefur minnkað.