Kostaðir af útrásinni

Punktar

Listar þriggja stjórnmálaflokka um styrki ársins 2006 sýna, að flokkarnir voru pólitískur armur útrásarbanka og útrásarvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkkurinn og Samfylkingin voru kostuð af útrásinni, enda studdu flokkarnir hana. Loftbóluhagkerfið hélt uppi vanhæfum stjórnmálaflokkum. Listarnir sýna líka, að miklu meira var safnað árið 2006 en ári fyrr og ári síðar. Flokkarnir voru að sanka að sér fé í tæka tíð fyrir gildistöku laga um fjárreiður flokka. Þeir voru óheiðarlegir, fóru kringum anda laganna. Við áttum aldrei að fá að vita um þetta fé, en af tilviljun komst upp um það.