Kosningar í þriðja heiminum eru yfirleitt svindl. Þeim er ætlað að friða Vesturlönd, sem sífellt heimta kosningar. Þótt margt annað sé líklegra til að efla lýðræði, til dæmis aukið gegnsæi í pólitík og viðskiptum. Nú hefur Mwai Kibaki forseti falsað úrslit kosninganna í Kenía til að halda forsetaembættinu. Musharraf herstjóri er sífellt að færa til kosningar, sem eiga að fara fram í Pakistan eftir viku. Fyrir nokkrum vikum falsaði Pútín forseti þingkosningar í Rússlandi. Bandaríkin riða á jaðri þriðja heimsins, enda hefur kosningatölvum verið beitt til að falsa tölur þar í kosningum.
