Kóranslög í Írak
Fyrst var ástæðan fyrir innrásinni sú, að verið væri að vernda umheiminn fyrir gereyðingarvopnum og hryðjuverkum Saddam Hussein. Síðan varð hún sú að koma á fót lýðræði í lyikilríki Miðausturlanda. Nú er hún að breytast í raun í að koma í kosningum upp íslömsku ríki í Írak að hætti Írans, þar sem Kóraninn fái lagagildi, karlmenn geti kvænzt mörgum konum í senn, fái tvöfaldan arfrétt á við konur, sem þurfi á götum úti að vera huldar svörtum kufli frá toppi til táar. Harald Meyerson segir í Washington Post, að þetta hljóti að teljast undarleg niðurstaða stríðs og mannfalls gegn Írak.