Konur dóu í flóðinu

Punktar

Fjórum sinnum fleiri konur en karlar létu lífið af völdum flóðanna miklu annan jóladag í fyrra. Þær voru fremur heima við, en karlar við vinnu úti á ökrum eða í nágrannaborgum. Þær biðu á ströndinni, en karlar voru úti á sjó að veiða. Þær voru veikbyggðari og áttu erfiðara með að synda og klifra upp í tré. Þær gátu ekki hlaupið eins hratt og karlar. Þær voru með börnum sínum og töfðust við að reyna að bjarga þeim. John Aglionby segir í Guardian frá ýmsum skýringum á þessum mikla mun og ýmsum afleiðingum hans.