Ég kom á Kommandanten í vor og líkaði vel. Matsalurinn er á nokkrum gólfum í húsi frá átjándu öld í Ny Adelgade 7, hlöðnum blómum, dýrmætu postulíni og nútímalegum húsbúnaði, meðal annars úr smíðajárni. Barinn á neðri hæðinni er úr skipinu Dannebrog og listaverkin þar eru eftir Andy Warhol. Þjónusta var fyrsta flokks og matreiðslan blanda af danskri og franskri hefð. Ekkert veitingahús á Íslandi stenzt samanburð við Kommandanten, enda fengi íslenzkt hús tæpast stjörnu. Fimm rétta matseðill með lúðu og hagagrís að aðalréttum kostar um þessar mundir 690 danskar krónur.