Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri hefur sagt upp. Hann mótmælir sundrun tollstjórnar og lögreglustjórnar í Leifsstöð. Ég hélt, að lögreglustjórnin þar væri í þolanlegu standi. Pétur Gunnarsson fréttastjóri fjallar í góðri grein á Eyjan.is um málið. Hann biður um rök fyrir sundruninni og spyr hvað kalli á hana. Spyr um, hvort þetta tengist útþenslu ríkislögreglustjóra og eða nýjum varnarsamningi við Bandaríkin. Framhjá Alþingi. Ég spyr: Er verið að búa til bákn í þágu heimsvaldastefnu Bandaríkjanna? Hver verndar okkur þá fyrir henni. Og fyrir öryggis-hersveitum Björns Bjarnasonar ráðherra?
