Lengi hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde átt Sjálfstæðisflokkinn. Þeir voru hafnir yfir grunneiningar flokksins, óumdeildir flokksgreifar. Nú berjast einingarnar um arfinn. Kolkrabbinn teflir fram ungum manni með gullskeið í munni. Kolkrabbinn vill styrkja tökin eftir sprungnar bólur fjárglæframanna. Hann á enn peninga, enda í gömlum viðskiptum fáokunar, svo sem benzínsölu. Gegn kolkrabbanum er teflt fram fulltrúa kvótagreifanna, sem jafnan hafa verið áhrifamiklir hér í flokki. Á milli fylkinganna flýtur höfuðlaus her smáðra frjálshyggjumanna, sem á bóluskeiðinu kvörtuðu yfir “fé án hirðis”.