Kolkrabbinn og kvótinn

Punktar

Lengi hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde átt Sjálfstæðisflokkinn. Þeir voru hafnir yfir grunneiningar flokksins, óumdeildir flokksgreifar. Nú berjast einingarnar um arfinn. Kolkrabbinn teflir fram ungum manni með gullskeið í munni. Kolkrabbinn vill styrkja tökin eftir sprungnar bólur fjárglæframanna. Hann á enn peninga, enda í gömlum viðskiptum fáokunar, svo sem benzínsölu. Gegn kolkrabbanum er teflt fram fulltrúa kvótagreifanna, sem jafnan hafa verið áhrifamiklir hér í flokki. Á milli fylkinganna flýtur höfuðlaus her smáðra frjálshyggjumanna, sem á bóluskeiðinu kvörtuðu yfir “fé án hirðis”.