Kolkrabbinn og fátæklingarnir

Punktar

Kolkrabbinn er kominn aftur í fremstu röð. Bjarni Benediktsson gaf sér tíma frá okri á benzíni til að taka yfir flokk þjóðareigenda. Kolkrabbinn lifði alltaf á okri í fáokun, okri á benzíni, tryggingum, flugi. Hann var samt nálægt þjóðinni, lífsstíll hans var ekki fjarlægur fólki. Þess vegna eru menn nánast fegnir, að þotuliðið sé farið og kolkrabbinn kominn aftur. Að vísu eru völdin minni en áður. Þau byggðust á að nota atkvæði fátæklinga til að hlaða undir hina ríku. Nú sýnir könnun, að í fyrsta skipti í sögunni hafa fátæklingar yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn. Líklega koma þeir aldrei aftur.