Klúbbur stríðsblaðamanna

Fjölmiðlun

Blaðamenn hafa átt sína klúbba í London eins og aðrar stéttir fínimanna. Lengi var The Wig & Pen Club sameiginlegur klúbbur lögmanna og blaðamanna í Fleet Street. Honum var lokað 2003, enda höfðu blaðamenn upp úr 1980 flutt sig yfir í Groucho Club, þar sem mikið var drukkið. Á síðasta áratug aldarinnar færðu sumir sig yfir í Soho House, sem á sér raunar útibú í New York. Nú er kominn nýr klúbbur til skjalanna, The Frontline Club, stofnaður af stríðsfréttariturum undir forustu Vaughan Smith. Árgjaldið er 250 pund eða rúmar 30.000 krónur. Þetta er sagður vera hinn skemmtilegasti klúbbur.