Kletturinn í hafinu

Punktar

Rétt er hjá Bjarna Ben að gera hinn sterka flokk að kosningamáli Sjálfstæðis. Klettinn í ólgusjó, hinir séu bara sker. Þetta er efnislega kolrangt, en selur samt, því að hálf þjóðin er í eðli sínu hrædd. Hrædd við breytingar, hrædd við öll frávik frá fyrri aðstæðum. Hluti þessa hóps finnur skjól hjá kvölurum sínum, sem gæta hagsmuna stóreignafélaga. Sker niður velferð og spítala, sem minnsta fólkið þarf mest á að halda. Í stað öryggis í skjóli velferðar kann þetta fólk betur að meta hlýjuna, sem stafar út um gluggana frá arni auðvaldsins. Það er ungt og leikur sér, segir gamla fólkið, þegar unga auðvaldið kúkar í öskutunnur.