Mikill meirihluti ríkja heims samþykkti í gær í Wellington í Nýja-Sjálandi að banna klasasprengjur. Þær hafa reynzt óbreyttum borgurum skeinuhættar, en vinna ekki á mannvirkjum. Þær voru notaðar af Nató í Kosovo og Ísrael í Líbanon og svo auðvitað af Bandaríkjunum. Þessir þrír aðilar berjast fyrir klasasprengjum. Gegn sprengjunum hafa barizt samtök einstaklinga. Til dæmis Jody Willams, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1997 fyrir baráttu gegn jarðsprengjum. Nató-ríki á ráðstefnunni reyndu að milda ályktun hennar, en tókst ekki. Þriðji heimurinn knúði fram samþykkt eindreginnar ályktunar.
