Kjötkatlasmiðurinn

Punktar

Björgvin Sigurðsson er að smíða kjötkatla fyrir flokkana. Í bankaráð nýju bankanna verða kosnir menn á vegum flokkanna. Við vitum af langri reynslu, að þeir verða kommissarar flokkanna. Svoleiðis hefur það ævinlega verið. Björgvin fullyrðir, að það verði eitthvað öðru vísi núna. Það er þvæla. Allir hagfræðingar og fjármálafræðingar, sem eitthvað kunna og geta, eru utan flokkanna. Innan þeirra eru bara kvígildi, sem nota flokkana til að príla til valda og áhrifa. Björgvin hefur ekki sýnt neina aðferð, sem geri séríslenzka flokkaspillingu fjarlægari núna en hún hefur alltaf verið.