Kjósum taktískt í sumar

Punktar

Vilji þjóðin losna við heljartök auðgreifa, þarf hún fyrst að losa sig við forseta auðgreifanna. Ólafur Ragnar Grímsson hyggst þjóna auðgreifum með því að hindra gildistöku nýrrar stjórnarskrár og hindra fulla auðlindarentu. Eftir pólitískt andlát skjólstæðingsins er Ólafur óvinur þjóðarinnar númer eitt. Nú þurfa lýðræðisvinir að vanda sig. Okkur vantar alvöru skoðanakannanir til að sjá, hvaða forsetaframbjóðandi nær beztum árangri, þegar þeir eru paraðir gegn forsetanum. Lýðræðissinnar þurfa að kjósa taktískt að þessu sinni, kjósa þann frambjóðanda, sem mestan stuðning hefur. Við megum ekki kasta atkvæðum á glæ.