Utankjörstaða-atkvæðagreiðsla er á fullu. Ég hvet alla, sem aðstöðu hafa, til að nota sér hana. Á kjördegi geta myndast lengri biðraðir en áður hafa þekkzt. Kjósendur þurfa að skrifa hundrað tölustafi á blað í stað þess að krota einn kross. Það margfaldar tímann í kjörklefanum. Ég hef enga trú á, að kjörstjórnir mæti því til fulls með margfalt fleiri kjörklefum. Þess vegna er mikilvægt að losna við biðraðir með því að kjósa fyrirfram. Það tryggir, að þú þurfir ekki frá að hverfa á kjördegi. Þetta eru mikilvægar kosningar, fyrsta skrefið að nýju lýðveldi. Mundu, að mitt númer er 9915.