Kjósendur og þinglið í takt

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram skipaður sama frjálshyggjuliðinu og því, sem setti þjóðina á hausinn. Í prófkjörum flokksins fengu þingmenn Flokksins traustsyfirlýsingu. Meira að segja Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Kjósendur Flokksins hafa ekkert lært og engu gleymt. Þeir trúa sínu liði sem aldrei fyrr. Fjórðungur þjóðarinnar telur í alvörunni, að tæknivilla í einum doðranti Evrópusambandsins hafi valdið hruninu. Ásta Möller reyndi að biðjast afsökunar og var felld í prófkjörinu. Flokkurinn verður ekki stjórntækur næstu árin. Kjósendur hans og þinglið ganga í takt.