Af hverju dettur engum landsföður í hug að gæta hagsmuna almennings í timburmönnum stóriðju og útrásar? Af hverju hugsa þeir bara um að verja banka falli? Það stafar af, að kjósendur skipta ekki máli. Landsfeðurnir vita, að kjósendur refsa ekki. Kannanir sýna, að fólk er almennt ánægt með ríkisstjórnina. Hví skyldi stjórnin þá ekki láta þá ánægðu borga brúsann? Þegar kjósendur hafa glatað samhenginu, hætta þeir að vera fullvalda. Þeir eru dæmdir til að tapa, ef þeir vanrækja að halda landsfeðrum við efnið. Og nú munu þeir enn einu sinni tapa. Enda sagði olíukóngurinn: Fólk er fífl.