Kjörorðin sem brugðust

Punktar

Andríki, fjölmiðill frjálshyggjunnar, birtir í dag auglýsingu með skrá yfir reglugerðir um fjármál. Segir rangt, að hér skorti regluverk. Samt komu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn ekki í veg fyrir hrun bankanna. Getur stafað af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi voru reglugerðirnar of götóttar, náðu ekki til þess, sem máli skiptir. Í öðru lagi beittu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn ekki regluverkinu vegna óbeitar á regluverki. Sennilega er hvort tveggja rétt. Hér var ónýtt regluverk og eftirlitið var rekið í anda frjálshyggju. Kjörorðin brugðust: Light-touch, laissez-faire og hands-off.