Kjörlendi fjárglæfra

Punktar

Hér er kjörlendi fjárglæframanna. Frægasti kennitöluflakkari landsins hefur tuttugu sinnum orðið gjaldþrota. Hefur tuttugu sinnum skipt um kennitölu. Samt fær hann ótrauður að valsa um samfélagið. Nú er hann orðinn bjargvættur Flateyrar. Bæjarbúar vilja, að honum verði afhent fiskvinnsla staðarins. Það er álíka fáránlegt og að skipuleggja hverfi á snjóflóðasvæði. Menn eiga erfitt með að læra af reynslunni. Merkilegast við þetta er, að við búum við kerfi, þar sem bankar mega hossa fjárglæframönnum. Þar sem bankastjórar halda beinlínis fram, að rekstur sé bezt kominn í höndum kennitöluflakkara.