Kjarnyrt blaðakona

Punktar

Edna Buchanan, blaðakona hjá Miami Herald, er uppáhalds blaðamaður minn. Hún skrifaði: “Maðurinn, sem hún elskaði, sló hana utan undir. Hún snöggreiddist og sagði: “Gerðu þetta aldrei, aldrei aftur”. “Hvað ætlarðu að gera í því, drepa mig,” spurði hann og rétti henni byssu, “gerðu svo vel”. Það gerði hún.” Buchanan sagði frá manni, sem ruddist fram í biðröð eftir kjúklingum og lenti í ryskingum við öryggisvörð: “Gary Robinson dó svangur.” Um smyglara sem var með innvortis eiturlyf sagði hún “Síðasta máltíðin kostaði 30.000 dollara og drap hann.”