Verkalýðsrekendur treysta sér ekki til að sækja launahækkanir í gullkistur atvinnurekenda. Forustan er rúin kjarki og vælir utan í ríkisstjórninni. Krefst þess, að skattgreiðendur borgi meira en eitt stykki IceSave fyrir vinnufrið. Í vaxandi mæli hafa kjaraviðræður Alþýðusambandsins snúist um aðgerðapakka ríkisstjórna. Gíslataka atvinnurekenda í umboði kvótagreifa er nýjasta útspilið af þessu tagi. Kominn er tími til að þjóðin rísi upp gegn bófum vinnumarkaðarins. Verstur er hlutur ráðamanna Alþýðusambandsins. Þeir leyfa atvinnurekendum að stýra farvegi kjaraviðræðna. Feta hlýðnir í sporin.