Bráðabirgða-landstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er kjaftfor. Samkvæmt Vísi.is segir Paul Thomsen pólitíska sátt vera um niðurskurð fjárlaga. Hann er þá að tala um sátt milli sjóðsins og stjórnvalda, ekki við aðra aðila, til dæmis ekki stjórnarandstöðuna. Næsta ár verður kosið og eftir það verður enginn landstjóri hér. Thomsen segir líka, að skera eigi enn meira niður útgjöld árið 2010. Um slík mál mun verðandi stjórnarmeirihluti fjalla, ekki leppar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. En Thomsen telur sig vera svo sérvalinn landstjóra, að hann geti fyrirskipað landsmönnum langt fram yfir kosningar.