Eins og aðrir kaupsýslumenn á Vesturlöndum eru Íslendingar meðteknir af Kína, stærð markaðarins og möguleikum hans. Menn átta sig minna á, að Kína er einræðisríki, sem á eftir að fara blóðuga kollsteypu til lýðræðis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Enginn hefur hins vegar áhuga á Indlandi, þar sem framfarir eru jafnhraðar og mannfjöldinn nærri eins mikill. Samt á Indland ekki eftir að fara neina kollsteypu, því að ríkið hefur áratugum saman verið eitt merkasta ríki lýðræðis í heiminum. Fjárfesting í Indlandi er sennilega mun traustari kostur en fjárfesting í landi komandi blóðbaðs.