Hvernig væri ástandið, ef Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari væri í hlutverki sérstaks ríkissaksóknara? Þá væri þar allt í hönk. Valtýr hætti rannsókn á viðskiptum stjórnarmanna Sparisjóðs Reykjavíkur rétt fyrir hrunið. Sá ekki neitt athugavert í málinu. Samt var sjóðurinn eins og aðrir sparisjóðir keyrður úr velsæld yfir í gjaldþrot á tveimur árum. Það var gert með því að beita hugmyndafræði Péturs Blöndal alþingismanns: “Fé án hirðis”. Spron var mikilvægur þáttur í sjónhverfingum Exista. Valtýr er af gamla skólanum, sem telur, að gráðugir sjálfstæðismenn skuli vera friðhelgir fyrir rannsóknum.