Kerfið rannsakar sjálft sig

Punktar

Kerfið rannsakar sjálft sig. Kerfiskarlar rannsaka kerfiskarla. Niðurstaðan verður engin, hrunið verður ekki talið neinum að kenna. Það kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. Synirnir voru í sukkinu og feðurnir í eftirlitinu. Því segir Valtýr Sigurðsson ekki af sér. Kerfiskarlarnir hafa stjórnað ríkinu og hafa framleitt þær aðstæður, sem leiddu til hrunsins. Því segja Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson ekki af sér. Allt kerfiskarlakerfi landsins er hrunið. Þar nýtur enginn trausts lengur. Til þess eru gildar ástæður og margtuggnar. Burt með alla kerfiskarlana úr slökkviliðinu.