Íslenzku keppendurnir á skrípaleikum olympíunefndarinnar í Peking bera meiri ábyrgð en áður var talið. Þeir hafa skrifað undir þrælaskjal. Þar heita þeir að ögra ekki stjórnvöldum í Kína á neinn hátt. Þeir lofa að blogga ekki á gagnrýninn hátt. Þeir lofa að ræða ekki um Tíbet. Einskis þessa var krafizt á fyrri olympíuleikum. Ekki einu sinni á skrípaleikum Hitlers 1936. Með undirskrift sinni játa íslenzkir keppendur undirgefni sína og taka þátt í áróðri kínverskra stjórnvalda. Þetta er að undirlagi íslenzku olympíunefndarinnar. Aðild hennar og keppendanna er svívirðileg.