Blaðamennska

Glósurnar samdi ég vegna fyrirlestra minna í námskeiðum í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík árin 2006-2008.

Að mismiklu leyti ná þær til efnis úr erlendum kennslubókum, sem nemendur keyptu. Í bland er mismikið efni frá mér, mest í fyrirlestrum um textastíl.

Þeim var í upphafi varpað af skyggnum á tjald í kennslutíma og birtust þær einnig á vefsvæði námskeiðanna. Þær hafa nú verið uppfærðar til birtingar á vefsvæði mínu.

Þær eru stuttar og gagnast bezt fólki í próflestri. Bezt er að lesa sjálfar kennslubækurnar, þær fást á Amazon. Öðrum þræði eru glósurnar kynningar á þeim.

Vinsamlega sendið athugasemdir til: jonas@hestur.is


Reglur Jónasar um stíl

1.
Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn.
2.
Settu sem víðast punkt og stóran staf.
3.
Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann.
4.
Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni.
5.
Keyrðu á sértæku sagnorði og notaðu sértækt frumlag.
6.
Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta.
7.
Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt.
8.
Hafðu innganginn skýran og sértækan.