Kennitölusvindl stjórnvalda

Punktar

Ríkisstjórnin er að leysa vandræði okkar með séríslenzkri aðferð. Í fyrsta lagi skipta bankarnir um kennitölu, skilja skuldir sínar eftir í gamla félaginu. Halda síðan áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta hafa sumir íslenzkir athafnamenn gert nokkrum sinnum, svo að reynsla er fengin. Síðan rúlla önnur fyrirtæki hvert af öðru. Stjórnendurnir skipta um kennitölu, skilja skuldir eftir og halda rekstri áfram. Gerir atvinnulífinu kleift að starfa. Lánardrottnar og hluthafar og pappíraeigendur verða skildir eftir með tvær hendur tómar. Þetta finnst Geir sniðug lausn.