Kennitöluflakk sem hagstjórn

Punktar

Kaupþing er kennitöluflakkari. Bankinn hefur skipt um kennitölu á Pennanum og rekur hann eins og ekkert hafi í skorizt. Búðir Pennans eru fullar af vörum, sem birgjar fá aldrei greiddar. Íslandsbanki skipti um kennitölu á Mogganum og afhenti hann pólitískum aðilum. Ýmis fleiri dæmi sýna, að flakk er orðið að lausn í hagkerfinu. Kennitöluflakk spila menn eftir eyranu, um það eru engar skýrar reglur. Ef mikið af vanda atvinnulífsins verður leyst með flakki, er hætt við, að traust myndist þar seint aftur. Flakkið er ekki ókeypis hagstjórnartæki. Það étur samfélagið að innan.