Katrín verður forsætis

Punktar

Vinstri græn eru stærsti flokkur landsins með 30% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 23% og verður þess vegna væntanlega úti í myrkrinu við myndun ríkisstjórnar. Framsókn hefur 11% fylgi, en geldur ákafra slagsmála stuðningsliðs og andstæðinga Sigmundar Davíðs, sem seint hættir að valda vandræðum. Flokkurinn er því ekki vænlegur aðili í ríkisstjórn. Píratar hafa 10% stuðning, sem er marktæk minnkun. Síðan kemur Flokkur fólksins með 9% fylgi, sem er næsta óbreytt staða. Þá koma loksins Samfylkingin með 8% fylgi og Viðreisn með 6% fylgi. Allt stefnir í samstjórn Vinstri grænna með Pírötum, Flokki fólksins og einum flokki að auki. Gott mál.