Katrín styður svæfingu

Punktar

Katrín Jakobsdóttir tók undir tillögu Bjarna Benediktssonar um stjórnarskrá á þremur kjörtímabilum, tólf árum. Skil ekki, hvernig henni dettur þetta í hug, einmitt þegar vegur Bjarna stefnir út í mýri. Er nokkurn veginn það sama og að fleygja málinu ofan í skúffu. Ekki getur verið, að fyrirhugað samstarf þessara tveggja íhaldsflokka feli í sér óskhyggju um stuld á þjóðarauðlind hafsins. Ef þetta er hugmynd vinstri grænna, má vinstra fólk gæta sín í kosningunum. Vinstri græn eru spurningamerki á fleiri póstum. Nauðsynlegt er, að flokkurinn greini frá því, hvaða fleiri ógnandi beinagrindur hann hefur í rykföllnum skápum sínum.