Kaþólska hrunið komið hingað

Punktar

Nú er hrun kaþólsku kirkjunnar komið hingað. Nákvæmar lýsingar á viðbjóði starfsmanna kirkjunnar birtast í Fréttatímanum. Víðtækt kynferðisofbeldi og einelti eyðilagði líf margra barna hér á landi eins og annars staðar. Eins og hjá þeim lútersku reyndi kaþólski biskupinn að sópa málunum undir teppi. Erlendis hefur viðbjóður kaþólskunnar vakið mesta athygli, enda eru þar nánari samskipti kennimanna og barna en í lúterskunni. En þetta er allt sami viðbjóðurinn, lúterskan og kaþólskan. Kasta ætti þessum fyrirbærum út á hafsauga. Banna þarf aðgang kennimanna að börnum og meðferðarstofnunum.