Ríki, sem sér andskotann í hverju horni, getur ekki haft sendiráð við þrönga íbúðagötu í miðri borg. Enda hafa Bandaríkin á allra síðustu árum reist sprengjuhelda kastala sem sendiráð fjarri öðrum. Sendiráðshús Bandaríkjanna í Þingholtunum fullnægir engum kröfum vænisjúklinga. Bandaríkjamenn geta samt ekki ætlast til, að lífsgæði fólks í nágrenninu verði skert vegna þess. Þeir verða bara að fá lóð fjarri öðru fólki. Þar geta þeir byggt öflug neðanjarðarbyrgi og beðið þar eftir hryðjuverkamönnum. Til dæmis yzt á Geldinganesi. Það kostar glás að verða ævinlega að reikna með hryðjuverkum.