Karlinn á kassanum

Punktar

Þótt fátt sé merkilegt sem George W. Bush og nýr ráðherra utanríkismála í Bandaríkjunum, Condoleezza Rice, hafa fram að færa í umræðu nútímans, er þó skilgreining þeirra á frelsi og lýðræði rétt hugsuð. Lýðræði ríkir þar sem þú getur sett smjörlíkiskassa á torg, staðið á honum og flutt pólitíska ræðu án þess að eiga á hættu að vera handtekinn af lögreglunni eða ofsóttur af samferðamönnum. Mjög fá ríki standast þessa skilgreiningu, til dæmis hvorki Rússland né Kína og til dæmis ekki meirihluti þeirra svokölluðu staðföstu ríkja, sem styðja árás Bush og Rice á Írak.