Karli Marx svelgist á

Punktar

George W. Bush hefur komizt að sömu niðurstöðu og kommarnir. Það er ekki ríkið, sem bjó til kreppuna, það eru ríkisbubbarnir. Hann hefur nú þjóðnýtt banka og tryggingafélag. Skuldbundið ríkissjóð fyrir svo háum upphæðum, að Karli Marx hefði svelgzt á. Um tíma missti markaðurinn trú á nánast öllum pappírum, nema skuldabréfum bandaríska ríkisins. Þau hækkuðu í verði í kreppunni. Kínverjar héldu áfram að kaupa þau. Þeir eiga nú obbann af ríkisskuldum Bandaríkjanna. Paul Volker, fyrrum Seðlabankastjóri, segir svo í Wall Street Journal, að ríkið eigi að kaupa allt draslið. Slær Marx við.